" /> Hót­el sem teng­ir sig við sögu miðborg­ar­inn­ar - Sandhotel
X

Book now & get our best rate

Hót­el sem teng­ir sig við sögu miðborg­ar­inn­ar

967359

Hót­el sem teng­ir sig við sögu miðborg­ar­inn­ar

Rannveig Eir Einarsdóttir og Birna Bragadóttir reka hótelið.
Rann­veig Eir Ein­ars­dótt­ir og Birna Braga­dótt­ir reka hót­elið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Nýtt glæsi­hót­el á Lauga­vegi verður opnað form­lega næsta fimmtu­dag. Það heit­ir Sand­hót­el og verður full­byggt í sjö sam­tengd­um hús­um á Lauga­vegi 32b, 34b, 34a og 36. Hús­in snúa að Grett­is­götu og Lauga­vegi. Göngu­stíg­ur ligg­ur í gegn­um hót­elið og teng­ir göt­urn­ar sam­an.

Til að byrja með verða 53 her­bergi á hót­el­inu, á Lauga­vegi 34a og 36. Hús­in tvö hafa verið gerð upp og byggð tvö ný bak­hús fyr­ir hót­elið sem eru álíka há. Á milli gömlu fram­hús­anna og nýju bak­hús­anna verður til nýtt port. Þar verða seld­ar veit­ing­ar frá Sand­holt baka­ríi.

Sam­hliða fyrsta áfanga verður opnaður nýr veit­ingastaður, Lauf, á Lauga­vegi 34a. Vís­ar nafnið til grænna áherslna við val á hrá­efn­um. Frá veit­ingastaðnum er inn­an­gengt í mót­töku hót­els­ins.

Með haust­inu bæt­ast svo við 13 her­bergi í svo­nefndu Guðsteins­húsi á Lauga­vegi 34. Það er kennt við versl­un Guðsteins Eyj­ólfs­son­ar á jarðhæð. Versl­un­in verður þar áfram með óbreyttu sniði en efri hæðum húss­ins hef­ur verið breytt.

Tvö hús á baklóð end­ur­byggð

Hót­elið verður svo full­byggt vorið 2018 þegar 9-12 her­bergi bæt­ast við á Lauga­vegi 32b og 34b. Þau hús eru á baklóð og verða end­ur­byggð.

Hús­in sem hafa verið gerð upp eiga sér langa sögu. Versl­un Guðsteins verður 100 ára á næsta ári og Sand­holts bakarí, á Lauga­vegi 36, er nú rekið af 5. kyn­slóðinni í Sand­holts-fjöl­skyld­unni. Þá fædd­ist Hall­dór Lax­ness í einu bak­hús­anna, Lauga­vegi 32b, árið 1902.

Bakaríið er í húsinu lengs til vinstri á jarðhæð Laugavegar ...
Baka­ríið er í hús­inu lengs til vinstri á jarðhæð Lauga­veg­ar 36. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hjón­in Rann­veig Eir Ein­ars­dótt­ir og Hilm­ar Þór Krist­ins­son hafa stýrt upp­bygg­ing­unni. Þau eru jafn­framt meðal eig­enda.

Sig­urður Hall­gríms­son var arki­tekt í verk­efn­inu og Guðbjörg Magnús­dótt­ir inn­an­hús­hönnuður. Þá var Ragna Sif Þórs­dótt­ir þeim einnig til ráðgjaf­ar við hönn­un og ljós­mynd­un.

Rann­veig Eir seg­ir þau skil­greina Sand­hót­el sem hágæða „bout­ique“-hót­el. Hún seg­ir verk­efnið hafa haf­ist fyr­ir rúm­lega þrem­ur árum. Þau hafi haft það að leiðarljósi að vanda til verka. Það birt­ist í smá­atriðum sem skapi heild­ar­mynd­ina og ein­staka upp­lif­un í hverju rými. Granít og marmari er á öll­um baðher­bergj­um hót­els­ins, gegn­heilt par­ket og sér­smíðaðar inn­rétt­ing­ar og hurðir frá HBH smíðaverk­stæði. Flutt­ur hafi verið inn hús­búnaður frá Restorati­on Hardware í Banda­ríkj­un­um og lín frá Ítal­íu. Sæng­ur séu frá Dux­i­ana, svo dæmi sé tekið.

Sum hús­in eru friðuð

Rann­veig Eir seg­ir gömlu fram­hús­in við Lauga­veg hafa verið gerð upp í sam­ráði við Pét­ur H. Ármanns­son, arki­tekt hjá Minja­stofn­un. Sum hús­in séu friðuð.

Hún seg­ir hvert rými bjóða upp á upp­lif­un fyr­ir gesti. Það birt­ist til dæm­is í fjölda lista­verka sem voru val­in með ráðgjöf Ásmund­ar Sturlu­son­ar. „Við leggj­um mikla áherslu á list á hót­el­inu. Við erum með nú­tíma­list og lista­verk á hverju ein­asta her­bergi, í mót­töku og öll­um al­rým­um. Við höf­um lagt mik­inn metnað í að vanda til verka.“

Sand Hótel á Laugavegi.
Sand Hót­el á Lauga­vegi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Rann­veig Eir nefn­ir sem dæmi að í port­inu sé högg­mynd eft­ir Sig­urð Guðmunds­son og í mót­töku vatns­lita­mynd­ir eft­ir Ragn­ar Kjart­ans­son. Þá sé Eg­ill Sæ­björns­son að vinna að nýju útil­ista­verki sem verði í nýj­um garði hjá silf­ur­reyn­in­um fræga við Grett­is­göt­una.

„Okk­ur finnst mik­il­vægt að gera garðinn þannig að all­ir geti notið, ná­grann­ar, gest­ir og all­ir sem hér fara um. Við ætl­um að gera hann þannig úr garði að það verði prýði að. Það skipt­ir okk­ur miklu máli. Eg­ill er með skemmti­leg­ar hug­mynd­ir. Ég get ekki sagt meira í bili. Þetta mun vekja áhuga fólks. Ég get lofað því,“ seg­ir hún.

Sand­hót­el dreg­ur nafn sitt af Sand­holt baka­ríi á jarðhæð Lauga­veg­ar 36. Baka­ríið var stofnað 1920 og byggði stofn­and­inn, Stefán Sand­holt, húsið fyr­ir rekst­ur­inn.

Rann­veig Eir seg­ir hafa verið lagða áherslu á að tengja hót­elið við sögu hús­anna, bak­ar­ann, klæðsker­ann og rit­höf­und­inn. „Við tengj­um Guðstein við hót­elið með ýms­um hætti. Sauma­kona versl­un­ar­inn­ar sérsaumaði t.d. púða úr fatnaði af lag­ern­um hjá Guðsteini. Síðan er starfs­fólkið allt í ein­kenn­is­fatnaði frá Guðsteini. Þar er sama út­lit fyr­ir kon­ur og karla til að und­ir­strika að jafn­rétti sé okk­ur mik­il­vægt,“ seg­ir Rann­veig Eir. Hún seg­ir að gest­um hót­els­ins muni bjóðast kon­fekt og veit­ing­ar frá baka­rínu, sem þannig verði hluti af hót­el­inu.

 

Texti og myndir afritað af mbl.is

 • Guest Review Awards 2017

 • The location is perfect

  The bed was very comfortable, the location is perfect. It was nice to receive a mobile phone with internet access for the duration of our stay, we could check google map while walking through the city. The staff was nice.

 • The front desk personnel at this hotel were amazing

  The front desk personnel at this hotel were amazing. We were only put up at this hotel on short notice by our airline when our flight got delayed, but they went above and beyond to be helpful in tracking down information on when our flight would leave. The room was wonderful, including the pack n play for our 3 year old.

 • A beautiful, luxurious and stylish option

  The hotel is next to the Sandholt Bakery, which is one of the best bakeries I’ve ever been to (and I had just spent 5 weeks in France!) where I met friends for croissants or sandwiches many times during the stay. The hotel is on one of the main streets in the midst of the action, within easy walking distance of amazing restaurants, shopping, the Hallgrímskirkja and the Harpa Concert Hall square. The Sandhotel is a beautiful, luxurious and stylish option for a stay in Reykjavik.

 • This hotel is in a great location

  This hotel is in a great location, its right on the main shopping street. You can walk around the city of Reykjavik. The hotel also gives you a cell phone that you’re able to use to look up restaurants, happy hour, and you can also use it for navigation if you’re renting a car and traveling to a site you want to see.

 • Definitely will return

  The hotel staff was AMAZING!! I would give them ten thumbs up. Definitely will return and stay here again.

 • Enjoyed every minute

  We stayed three nights in this amazing hotel and enjoyed every minute. Sometimes when entering a room, you can feel that someone has put a lot of thoughts and love in its creation and this was my exact feeling when entering the hotel and our room in particular. The room interior was fantastic. The rooms have a good size and have everything you need to feel at home in a foreign environment: a place to put your luggage, some chairs, a closet with hangers, free WIFI & a smartphone (!!), and a coffee machine with an excellent selection of coffees. The bed is extremely comfortable. The bathroom is also of well-thought size with a comfortable shower. The icing on the cake are the offered beauty products from a local Icelandic brand. The staff is extremely friendly and helpful. In particular, our nightly check-in was handled perfectly. I highly recommend this place.

 • Definitely one of top 3 hotels I have stayed in

  Excellent service, impeccable design, bed and duvet were heaven! Amazing modern art everywhere, delicious & beautiful food, home made soda and atmosphere in every detail beams a beautiful philosophy of life, history, art and culture. Definitely one of top 3 hotels I have stayed in.

 • Beautiful design all over

  The breakfast was excellent, delicious and fresh. The beds were the most comfortable and the room was really nice, beautiful design all over with the Icelandic art all around the hotel. The concept is brilliant!

SANDHOTEL

Tel: +354 519 8090

Laugavegur 34

101 Reykjavík

info@sandhotel.is

Subscribe to our mailing list

In collaboration with