Umhverfisvernd verður hluti af daglegu starfi Sandhotel og munum við hvetja gesti til að taka þátt í því verkefni með okkur. Til að tryggja árangur munum við vinna eftir stöðlum Svansins.

Hvernig ætlum við að vernda umhverfið?

  • Með því að minnka úrgang og auka endurvinnslu.
  • Með því að fylgjast vel með notkun á rafmagni og vatni.
  • Með því að velja umhverfisvænar vörur og þjónustu.
  • Með því að hvetja til notkunar á íslenskum vörum og hráefni.
  • Með því að nota umhverfisvænar sápur, pappír og prentþjónustur.
  • Með því að fræða gestina okkar um umhverfisáherslur okkar og hvetja þá til að hugsa vel um umhverfið á meðan dvöl þeirra stendur.