Sandholtsbakarí  er handverksbakarí sem hefur verið starfrækt við Laugaveg frá árinu 1920, fyrst við hús númer 42.

Nokkrum árum eftir stofnun bakarísins byggðu eigendur stórt og veglegt íbúðarhús, ásamt bakaríi á Laugavegi 36. Húsið er þrílyft og var brauðgerðin og bakaríið á götuhæðinni. Brauðgerðarhús þeirra var eitt hið fullkomnasta sem byggt hafði verið hérlendis.

Sandholtsbakarí er enn rekið af sömu fjölskyldunni en Ásgeir Sandholt annar af stofnendum Sandholtsbakarí lést árið 2003 á nítugasta aldursári. Afkomendur Ásgeirs, þeir Stefán og Ásgeir reka Sandholtsbakarí.