Guðsteinn Eyjólfsson klæðskeri lærði iðn sína í Reykjavík og Kaupmannahöfn en árið 1918 opnaði hann herrafataverslun í litlu húsi við Laugaveg 34. Húsnæðið var þó aðeins tímabundið því árið 1929 byggði hann glæsilegt þriggja hæða hús sem sett hefur svip sinn á Laugaveginn æ síðan.