Halldór Laxness var afkastamikill rithöfundur sem gaf út sína fyrstu bók 17 ára gamall og er eini íslendingurinn sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun. Fæðingastaður Laxness mun blasa við gestum Sandhotel á leið þeirra að torginu og þurfa rithöfundar framtíðarinnar því ekki að sækja langt í innblástur. Fæðingastaður Laxness mun blasa við gestum á leið þeirra að torginu og þurfa rithöfundar framtíðarinnar því ekki að sækja langt í innblástur.

Á 100 ára fæðingarhátíð Laxness árið 2002 var lögð steinhella á gangstéttina við Laugaveg 32 til minningar um skáldið. Á steinhellunni stendur:

„Fróðir menn segja mér að ég muni ekki hafa fæðst í timburhúsinu uppí lóðinni á Laugavegi 32 þar sem stelpan misti mig útum gluggann, heldur muni það hafa gerst í steinbænum fast við götuna þar sem kötturinn stökk uppí vögguna til að læsa klónum í andlitið á barninu meðan það svaf; og var heingdur fyrir vikið.“

Halldór Laxness: Í túninu heima (1975)